Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012

Náttúrufræði

Í náttúrufræði áttum við að kynna okkur um eitt af undrum náttúrunnar. Kennarinn dróg um hvaða verkefni ég átti að fá. Ég fékk Namibeyðimörkinna sem var ein af fimm möguleikum. Ég átti að gera power point glærur um Namibeyðimörkinna. Það fyrsta sem ég gerði var að finna upplýsingar um eyðimörkina í bókinni Undur náttúrunar. Eftir það átti ég að skrifa allan textann sem ég var búinn að finna inn á wordskjal og síðan í power point. Eftir það setti ég myndir sem pössuðu við textann og svo litaði ég bakrunninn. Svo bjó ég til kynningu sem ég las upp þegar ég kynnti þetta verkefni fyrir framan hópinn minn. Eftir allt þetta setti ég glærurnar mínar inn á slideshare.net og setti þær svo inn á bloggið mitt.

Ég lærði fullt t.d. að sandöldurnar í Namibeyðimörkinni geta orðið allt að 340 metra háar.

 Mér fannst mjög skemmtilegt að vinna þetta verkefni.

 

Hér eru glærurnar mínar W00t

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband