Bloggfærslur mánaðarins, maí 2012

Stærðfræði

Í stærðfræði var ég að gera verkefni í excelskjali. Ég var að gera verkefni um bátasölu. Í bátasölunni á ég að skrifa um þrjá báta og hvernig þeir seljast eða þegar það er verið að leigja þá. Það fyrsta sem ég gerði var að skrifa öll dæmin niður. Eftir það valdi ég súlurit eða línurit eða fleira fyrir verkefnið. Það næsta sem ég gerði var að færa verkefnið mitt inn á wordskjal frá excelskjalinu mínu. Svo var ég bara að skreyta verkefnið mitt inn á word og velja liti eða þema. Eftir það skrifaði ég texta inn á bloggið mitt og setti verkefnið mitt inn á bloggið mitt.

Hérna er verkefnið mitt W00t 

 


Trúarbragðafræði

Í trúarbragðafræði var ég að gera verkefni um eingyðistrúarbrögðin.  Ég gerði ég verkefnið í forritinu Word. Ég skrifaði hvað væri sameiginlegt og ólíkt með þessum trúarbrögðum.  Ég fékk upplýsingar á trúarbragðavefnum sem er inná nams.is.  Þegar ég var búinn að afla mér upplýsingar setti ég wordskjalið inn á box.net.  Eftir það setti ég ritgerðina mína inn á bloggið mitt.

 

 Hér er ritgerðin mín  


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband